Steinunn Thorlacius Garðarsdóttir, MA í heildrænni og líkamsmiðaðri sálfræði, hefur lokið þriggja ára faglegri þjálfun í áfallameðferðinni Somatic Experiencing á vegum Peter Levine sem oft er kallaður faðir áfallafræðanna. Hún hefur sérhæft sig í að vinna með flókin áföll og þroskaáföll (e. complex PTSD, developmental trauma) með aðferð sem heitir NeuroAffective touch.

Frá árinu 2005 hefur hún reglulega dvalið í Indlandi og Thailandi þar sem hún hefur hlotið þjálfun og réttindi til að kenna qigong, tantra, yoga og hugleiðslu og hefur hún sótt fjölda námskeiða í ýmsum formum heilunarlista.

 

Ástríða mín í starfi er að styðja einstaklinga sem vilja líta inná við eftir þeirri lækningu eða þeim svörum sem þeir hafa ekki fundið annarsstaðar, ég veit að möguleikar manneskjunnar til að vaxa og blómstra í lífinu eru óendanlegir þegar hún kemst í sitt náttúrulega ástand. Ég leitast við að styðja fólk í að öðlast trú á eigin heilunarmátt og lít á mig sem samferðakonu þeirra sem til mín leita á leiðinni að dýpri tengingu við viskuna sem við öll búum yfir.

Það hefur alltaf verið einlæg ósk mín að sú reynsla sem ég hef aflað mér komi öðrum að notum. Ég er þakklát fyrir að fá að styðja við samferðarfólk mitt á þessu mikilvæga ferðalagi og veit fátt betra en að fylgjast með fólkinu sem til mín leitar endurheimta lífskraft sinn og gleði.

Kær kveðja,

Steinunn

Um mig
Um mig
Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband eins fljótt og hægt er.

Start typing and press Enter to search