Steinunn Thorlacius, MA í heildrænni sálfræði, hefur lokið þriggja ára faglegri þjálfun í áfallameðferðinni Somatic Experiencing á vegum Peter Levine sem oft er kallaður faðir áfallafræðanna. Hún hefur sérhæft sig í að vinna með flókin áföll og þroskaáföll (e. complex PTSD, developmental trauma) með aðferð sem heitir NeuroAffective touch og studnar nám í  Expressive Arts Therapy hjá Tamalpa UK.

Frá árinu 2005 hefur hún reglulega dvalið í Indlandi og Thailandi þar sem hún hefur hlotið kennaraþjálfun í Tao Tantric Arts og yoga.

 

Unnur Edda Garðarsdóttir er fjölskyldufræðingur, mannfræðingur, kennari og doktorsnemi þar sem rannsóknarefni hennar er ástin og ástarsambönd. Hún hefur mikinn áhuga á valdeflandi nálgun í sambandi meðferðaraðila og skjólstæðings og leggur áherslu á  líkamsmiðaða og áfalla-meðvitaða meðferðarvinnu.

Unnur hefur nýlega hafið meðferðarstöf að nýju eftir námsleyfi.

Um okkur
Um okkur
Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband eins fljótt og hægt er.

Start typing and press Enter to search