Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun um þær meðferðir sem boðið er upp á.

Við reynum að mæta skjólstæðingum þar sem þeir eru hverju sinni og notumst jafnvel við blöndu af ýmsum meðferðarnálgunum í hverjum tíma.

Verð:

60 mín: 18.000,-

90 mín: 25.000,-

Somatic Experiencing var þróuð af Dr. Peter Levine, sem oft er kallaður faðir áfallameðferðar. Meðferðin fer að miklu leyti fram í gegnum samtal þar sem einstaklingur fær rými til að kynnast og tengjast líkamsvisku sinni og losa um djúpa spennu í taugakerfi sínu á öruggan hátt. Steinunn, SEP, hefur lokið þriggja ára faglegri þjálfun í faginu.

Meðferðir

NeuroAffective Touch var þróuð af Dr. Aline LaPierre og fer fram á nuddbekk. Meðferðin var þróuð með þroskaáföll í huga og byggist á því að tiltekin snerting geti örvað myndun nýrra taugabrauta þökk sé eðlislægum mótanleika heila og taugakerfisins. Um er að ræða samþættingu snertingar og samtals. Unnur og Steinunn hafa útskrifast úr 6 mánaða faglegri þjálfun í faginu.

Meðferðir

Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð styður vel við líkamsmiðaða sálmeðferð, þessi meðferð er mjúk og endurnærandi og byggist á léttri snertingu á nuddbekk. Merðferðin snýst um að virkja náttúrulegan mátt líkamans til að finna og viðhalda jafnvægi á líkama og sál. Steinunn hefur lokið fjórum námskeiðum í faginu.

Meðferðir

Partasálfræði er byggð á þeirri kenningu að hver einstaklingur hafi margir hliðar eða parta og að hver og einn partur búi yfir dýrmætum eiginleikum. Okkar innsti kjarni búi yfir náttúrulegum hæfileika til að koma á jafnvægi á milli þessara parta og heila andleg og líkamleg einkenni. Steinunn lærði partasálfræði í MA náminu í sálfræði og að auki hefur hún sótt nokkur námskeið í (IFS).

Meðferðir

Fjarfundur: Líkamsmiðuð sálræn meðferð / áfallameðferð getur farið fram í gegnum fjarfundarbúnað með góðum árangri. Unnið er markvisst að því að losa djúpstæða spennu úr taugakefinu með samtali, líkamsskynjun og fræðslu.

Meðferðir
Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband eins fljótt og hægt er.

Start typing and press Enter to search