Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun um þær meðferðir sem boðið er upp á.

Við reynum að mæta skjólstæðingum þar sem þeir eru hverju sinni og notumst jafnvel við blöndu af ýmsum meðferðarnálgunum í hverjum tíma.

Verð:

60 mín: 18.000,-

90 mín: 25.000,-

Somatic Experiencing var þróuð af Dr. Peter Levine, sem oft er kallaður faðir áfallameðferðar. Meðferðin fer að miklu leyti fram í gegnum samtal þar sem einstaklingur fær rými til að kynnast og tengjast líkamsvisku sinni og losa um djúpa spennu í taugakerfi sínu á öruggan hátt. Steinunn, SEP, hefur lokið þriggja ára faglegri þjálfun í faginu.

Meðferðir

NeuroAffective Touch var þróuð af Dr. Aline LaPierre og fer fram á nuddbekk. Meðferðin var þróuð með þroskaáföll í huga og byggist á því að tiltekin snerting geti örvað myndun nýrra taugabrauta þökk sé eðlislægum mótanleika heila og taugakerfisins. Um er að ræða samþættingu snertingar og samtals. Unnur og Steinunn hafa útskrifast úr 6 mánaða faglegri þjálfun í faginu.

Meðferðir

Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð er mjúk og endurnærandi meðferð og byggist á léttri snertingu og samtali þar sem skjólstæðingur hvílir á nuddbekk. Merðferðin snýst um að virkja náttúrulegan mátt líkamans til að finna og viðhalda jafnvægi á líkama og sál. Steinunn hefur lokið fjórum námskeiðum í faginu.

Meðferðir

Partasálfræði: Mannssálin er djúp og marglaga og innra með okkur búa fjölbreyttir partar sem sumir burðast með afleiðingar áfalla en allir standa þeir fyrir hinar ólíku hliðar persónuleika okkar. Innst í kjarna okkar er kærleikurinn og tengingin við almættið. Meðferðin snýst um að tengjast þessum kjarna, kynnast pörtunum okkar vel og stuðla að heilun. Meðferðin fer fram í gegnum samtal, á nuddbekk eða með leikföngum (SandTray Therapy). Meistaranám Steinunnar var byggt á partasálfræði og auk þess hefur hún lokið nokkrum sérhæfðum námskeiðum í IFS.

Meðferðir

Matarhjarta er sérstakt þrónuarverkefni innan Skógarhjarta þar sem veittur er sálrænn stuðningur þeim einstaklingum sem vilja eiga heilbrigðara samband við mat og þeim sem vilja nýta mataræði markvisst til að hlúa að geðheilsu sinni. Markmið meðferðarinnar er að skólstæðingur finni rétt mataræði fyrir sig. Steinunn hefur sótt faglegt námskeið um matarvenjur út frá kenningum IFS ásamt þjálfun á vegum Dr. Georgia Ede um Ketogenískt mataræði og andlega líðan.

Meðferðir
Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband eins fljótt og hægt er.

Start typing and press Enter to search